Hvers virði eru siðareglur félagsmanna Félags fasteignasala

Grundvallarrákvæði siðareglna fasteignasala byggja á heilindum, faglegri hæfni,  varkárni, trúnaði og faglegri hegðun.

Þetta eru gildi sem brýnt er að hvar einasti félagsmaður hafi í heiðri enda að baki einkaréttur af hálfu hins opinbera til milligöngu um almennt stærstu viðskipti sem fólk á í á lífsleiðinni auk fjárhagslegra skuldbindinga oft til tuga ára.

Lög á þessu sviði ná aldrei yfir þau margháttuðu siðferðilegu álitamál sem upp koma í störfum fasteignasala. Vegna þessa hefur Félag fasteignasala sett félagsmönnum sínum vandaðar siðareglur sem hverjum og einum félagsmanni innan FF ber að fylgja. Lög og siðferði eru mjög sterkt samofin í störfum félagsmanna vegna almannaheilla.    

Í merkri grein eftir Arnar Þór Jónsson héraðsdómara í Tímariti lögfræðinga fyrir nokkrum árum  fjallaði hann um hlutverk siðferðis á tímum sívaxandi regluvæðingar og hvort samhliða aukinni áheyrslu á lög hafi vegur siðferðis og siðræðilegrar umræðu farið minnkandi.  Var niðurstaða hans að þrátt fyrir allar framfarir við lagasetningu og opinbert eftirlit sé fátt haldbetra en siðfræðileg undirstaða. Taka má heilshugar undir þetta og víða má finna sömu rök.

Hagsmunir neytenda eru ríkir að félagsmenn Félags fasteignasala séu ávallt meðvitaðir við störf sín um siðareglur sem þeim sem félagsmönnum innan FF ber að fylgja enda góður vegvísir fyrir hvern og einn félagsmann við störf sín.

Grétar Jónasson

Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala