Félag fasteignasala


Aðild að Félagi fasteignasala hefur margvísleg áhrif m.a. má geta:

  • – Félagsmenn eru bundnir af ströngum siðareglum við störf sem fasteignasalar utan félagsins eru óbundnir af.
  • – Félagsmenn hljóta reglulega gjaldfrjálsa símenntun sérsniðna að þörfum þeirra til að viðhalda góðri þekkingu sem siðareglur félagsmanna FF gera kröfu um.
  • – Viðskiptavinir félagsmanna FF geta í símatímum skrifstofu FF rætt við lögmann og fasteignasala um allt er kann að vera óljóst og þarfnast nánari skýringa.
  • – Stjórnvöld leita reglulega samstarfs við Félag fasteignasala til að tryggja samræmd vinnubrögð í mikilvægum málum er snúa að vernd neytenda.

Markmið félagsins og siðareglur þess miða að því að skapa trúnað og virðingu stéttarinnar þannig að neytendur upplifi rika sérfræðiþekkingu félagsmanna auk öryggis og þess gæðastimpils sem félagsaðild hefur í för með sér.