AðstoðarmaðurFasteignasölum er heimilt að hafa sér til aðstoðar aðstoðarmann sem hann getur falið einföld almenn verkefni.Sá aðili má ekki sinna störfum sem fasteignasölum eru falin að lögum á grundvelli réttinda sinna.

Afhending – Sá dagur þegar seljandi afhendir kaupanda eignina

Afsal er skrifleg yfirlýsing þess efnis að eignarrétti að tiltekinni fasteign sé afsalað frá einum aðila til annars.

Almenn sala – Þegar óskað er milligöngu fasteignasala um sölu fasteignar er ávallt gerður samningur. Þegar um almenna sölu er að ræða er fasteignin í sölu hjá fleiri en einni fasteignasölu.

Ástandsskýrsla – Skýrsla sem fagmaður vinnur og ber með sér mat hans á ástandi húsnæðis.

Einkasala – Þegar óskað er milligöngu fasteignasala um sölu fasteignar er ávallt gerður samningur. Hafi fasteignasali einn rétt til sölu eignar þarf það að koma fram og þá á sama tíma hve lengi sá réttur skuli standa. Slíkir samningar bera með sér hver sé uppsagnarfrestur þeirra. Öðrum fasteignasala er ekki heimilt að hefja störf fyrir viðkomandi seljanda fyrr en einkasöluumboði hafur verið sagt upp og frestur sem fram kemur í einkasöluumboði er liðinn. Virði seljandi ekki slíkan samning er hann bundinn af samningum og getur sú fasteignasala sem hann brýtur samningsákvæði gegn krafið hann um þóknun.

Fasteign – Fasteign í skilningi laga um fasteignakaup er afmarkaður hluti lands, ásamt eðlilegum hlutum þess, lífrænum og ólífrænum, og mannvirki sem varanlega er við landið skeytt. Með fasteign er einnig átt við eignarhluta í húsi eða öðru mannvirki sem skiptist í fleiri en einn slíkan.

Fasteignasali – Þeir einir hafa heimild til að kalla sig fasteignasala sem til þess hafa þá menntun, reynslu og hæfnisem lög um sölu fasteigna og skipa mæla fyrir um og hlotið hafa löggildingu sýslumanns að rækja starfann. Fasteignasölum ber sjálfum að sinna persónulega þeim störfum sem löggildingin tekur til en brýn neytendavernd er að baki því.Um er að ræða langflest störf miligöngunar.

Forkaupsréttur – Eigi einhver forkaupsrétt að fasteign þarf að bjóða þeim aðila skriflega að neyta forkaupsréttar. Söluverð og skilmálar skulu tilgreindir á tæmandi hátt. Forkaupsréttarhafi skal svara skriflega og afdráttarlaust tilboði seljanda innan 15 daga frá því honum barst það, ella glatar hann rétti sínum til að kaupa. 


Höfuðstóll – Fjárhæð upphaflegs láns sem var tekið hjá lánastofnun

Kauptilboð 
felur í sér skuldbindingu að um greiðslu tilgreinds kaupverðs á tilteknum tíma.

Kaupsamningur í fasteignaviðskiptum – er gagnkvæmur samningur, þar sem seljandi lætur af hendi eða lofar að láta af hendi fasteign til kaupandans en kaupandinn greiðir eða lofar að greiða það verð sem samkomulag hefur náðst

Lokaúttekt – Með því er átt við úttekt Byggingarfulltrúa á að byggingu mannvirkis sé lokið og það reist í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Þegar mannvirki er fulllokið og innan þriggja ára frá því að það var tekið í notkun og öryggisúttekt gerð skal gera lokaúttekt á því. Úttektinni er ætlað að ganga úr skugga um að mannvirkið hafi verið reist í samræmi við samþykkta aðal- og séruppdrætti og uppfylli ákvæði mannvirkjalaga og þeirra reglugerða sem framkvæmdina varðar.

Löggilding – Fasteignasalar hljóta löggildingu hins opinbera til að geta starfa sem fasteignasalar og hafa við þá sýslan stöðu opinberra sýslunarmanna.

Makaskipti – Þegar að eigendur eigna skipta á eignum.

Nemi í námi til löggildingar fasteigna og skipasölu – Aðilar sem eru í viðurkenndu háskólanámi til löggildingar. Nemar geta að uppfylltum tilteknum skilyrðum um námsframvindu fengið nemaheimildir til starfa. Nemaheimidir veita lögboðnar þröngar heimildir til að aðstoða fasteignasalann við vissa þætti milligöngunar.

Riftun samnings – Heimildir kaupanda eða seljanda vegna verulegra vanefnda að viðskiptin gangi til baka og sá sem riftir verði gerður jafn settur og viðskiptin hefðu ekki orðið.

Stimpilgjöld – Gjöld sem sýslumaður innheimtir vegna þinglýsingar skjala

Skoðunarskylda kaupanda – Að kaupandi skoði eign rækilega áður en kauptilboð er gert og leiti upplýsinga sé eitthvað óljóst í eigninni.

Söluyfirlit – Skjal sem fasteignasala ber að vinna í kjölfar skoðunar eignar sem hann tekur til sölumeðferðar. Þar eiga að koma fram öll grundvallaratriði um eignina sem ásamt skoðun kaupanda á eigninni á að geta verið forsenda um kaup eignarinnar

Söluumboð – Skriflegur samningur sem fasteignasala ber að gera við seljanda eða kaupanda þar sem fram kemur þóknun fyrir starfann.

Starfsábyrgðatrygging Allir fasteignasalar hafa lögboðna starfsábyrgðatryggingu til að mæta tjóni er kann að verða vegna starfa þeirra

Söluyfirlit – Er ítarlegt yfirlit sem fasteignasali vinnur að yfir atriði sem skipt geta máli við sölu eignarinnar. Þar eiga að koma fram öll grundvallaratriði um eiginleika og ástand eignarinnar. Þar á m.a. að koma fram söluverð, byggingarlag og byggingarefni, galla sem seljanda og/ eða fasteignasala er kunnugt um, föst gjöld af eigninni og áhvílandi veðskuldir, kostnaður kaupanda vegna kaupanna, húsgjöld og hvort yfirstandandi eða væntanlegar framkvæmdir liggja fyrir, eignaskiptayfirlýsing ofl.

Veðskuldabréf – Er skuldabréf sem tryggt er með tilteknu veði. Í fasteignaviðskiptum gefur lánveitandinn út skuldabréf þar sem skuldari ábyrgist að greiða skuldina og setur eign sína að veði fyrir skuldinni.

Þinglýsing – Í fasteignaviðskiptum þarf ávallt að þinglýsa kaupsamningi, skuldabréfi og afsali. Það er sýslumaður sem sér um þinglýsingar og er skjali þinglýst í því umdæmi sem fasteignin er. Með þinglýsingu er verið að tryggja að eignaréttindi séu opinber þannig að grandlaus þriðji maður öðlist ekki rétt.


Yfirtaka lána – Þegar kaupandi tekur yfir lán sem seljandi hefur haft. Samþykki þarf ávallt frá kröfuhafanum fyrir slíkri ráðstöfun.