Fréttir

Aukin velta á fasteignamarkaði

Stöð 2
Fréttir 18:30

Fréttamaður: Höskuldur Kári Schram
Tími: 00:02:00

Aukin velta á fasteignamarkaði

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur
aukist um nærri helming á síðustu þremur árum.
Rúmlega 7 þúsund samningum hefur verið þinglýst í
ár, þúsund fleiri en allt árið í fyrra.

Fasteignamarkaðurinn hefur verið á stöðugri uppleið
frá árinu 2009 en verulega dró úr fasteignaviðskiptum
fyrstu misserin eftir hrun. Á þessu ári hefur
fasteignaverð hækkað að meðaltali um 10%. Sé litið á
veltu á markaði má sjá að hún hefur aukist um
rúmlega helming frá árinu 2012. Þá var hún 166
milljarðar en var komin upp í rúma 270 milljarða um
miðjan desembermánuð. Sömu sögu er að segja
fjölda þinglýstra samninga. Þeir voru 5.400 árið 2012
og rúmlega 6.200 í fyrra. Um miðjan desember var
búið að þinglýsa rúmlega 7.100 samningum á
höfuðborgarsvæðinu eða þúsund fleiri en í fyrra.
Kjartan Hallgeirsson, fasteignasali og stjórnarmaður í
Félagi fasteignasala, segir að markaðurinn sé enn að
jafna sig eftir hrunið og það skýri að sumu leyti
þennan vöxt.

Kjartan Hallgeirsson, fasteignasali: Og það er aukið,
aukinn kaupmáttur og aukið lánsfé og þörfin hjá unga
fólkinu er sannarlega til staðar. Það hefur verið, það
voru nokkur ár sem unga fólkið var ekki á
markaðinum en það kom sannarleg inn á þessu ári.

Til baka